Text 7 Mar 18 notes Icelandic post, again on LGBTQ+ language!

Aðeins meira um íslenskt tungumál! Þetta er gamall pistill sem ég setti á fésbókina fyrir nokkrum vikum.
Ég var að vera að velta því fyrir mér hvernig væri hægt að þýða ýmis LGBTQ+ orð yfir á íslensku, þar sem mér finnst rosalega óþægilegt að þurfa að stinga endalausum enskum orðum inn þegar ég tala um kynhneigð eða kyn-sjálfsmynd (?) mína.

Hér er listi yfir nokkur orð sem ég myndi endilega vilja fá þýðingu á eða ykkar athugasemdir á. Ég kom annars ekki með allar þessar þýðingar, margar eru frá vinum mínum á fésbókinni, en þar sem ég vil ekki hlekkja þangað setti ég það allt hérna inn saman. 

 • Gender identity (skv. orðabók er þetta kynsamsemd..? evilbabycrocodile benti á orðið kynvitund, sem mér finnst mjög gott!)
 • Gender neutral (ókyngreint?)
 • Pansexual / pangender (alkynhneigður / alkynja?)
 • Asexual (ókynhneigður?)
 • Transgender
 • Transsexual
 • Intersex (skv. orðabók er þetta þýtt sem millikyn, sem gæææti virkað en gefur til kynna að það sé bara karlkyn og kvenkyn, og intersex komi á milli þeirra.. svo aðeins of binary..)
 • Binary! (tvíundakerfi?) 
 • Bigender (tvíkynja?)
 • Androgyne
 • Queer (ein uppástunga var kynferðis-frjáls, en mér finnst það persónulega frekar óþjált, finnst við þurfa eitthvað töff og stutt orð eins og queer.. Hinsegin!)
 • Femme (pía/pæja? dama? myndi samt ekki passa inn í t.d. hard femme..)
 • Butch (hörkutól? :D)
 • Boi / Grrl (stelkur/stráka?)
 • Gender bender/bending (kynsveigja?)
 • Questioning (spyrjandi/athugandi?)
 • Genderqueer (kynfrjáls? gæti reyndar verið þýðing á queer almennt..)
 • Cisgender

..og það eru áreiðanlega fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu.

Eitt af helstu vandamálunum er að íslenska hefur bara eitt orð yfir sex og gender = kyn. Svo það er sérstaklega ruglandi þegar maður er að reyna að þýða orð tengd þeim. Evilbabycrocodile benti reyndar á orðið kyngervi sem þýðingu á gender, sem virkar vel, en er ekki vel þekkt, og er frekar erfitt að stinga inn í samsett orð. 
Hann benti mér líka á orðin “kynleiðréttingaferli” og “kynáttunarvandi”, sem eru víst notuð núna.

Ég er ekki að segja að það þurfi endilega íslenskar þýðingar á öllum þessum orðum, eða að það sé rangt ef fólk vill frekar nota ensku orðin, en ég held það get verið hjálplegt að vera með einhvers konar þýðingu á þeim við höndina, sérstaklega þegar maður er að útskýra þessa hluti fyrir einhverjum sem veit lítið sem ekkert fyrir, það getur verið dálítið yfirþyrmandi ef helmingurinn af orðunum sem maður notar er á ensku. Svo gæti vel verið að það séu nú þegar til íslenskar þýðingar á þessum orðum sem ég man ekki eftir eða kann ekki (erfitt þegar ég bý erlendis og er ekkert inn í samfélaginu heima), svo þá væri vel þegið að fá ábendingar? :)

 1. mrscarybreath reblogged this from villiljos and added:
  ég minntist á ókynhneigð sem orð fyrir asexuality í fésbókar hóp fyrir stuttu, og nokkrum fannst það ekki passa nógu...
 2. sathtastic reblogged this from icelandiclanguage
 3. we-blaze-away reblogged this from icelandiclanguage
 4. icelandiclanguage reblogged this from villiljos and added:
  Ég held að það verði því miður seint til jafngóð orð yfir þetta á íslensku, sérstaklega þar sem aðeins 300.000+ manns...
 5. villiljos posted this

Design crafted by Prashanth Kamalakanthan. Powered by Tumblr.